"Kraká, sem er um 750 þúsund manna borg í suðurhluta þessa stóra lands, heillar alla sem þangað koma. Hún var fyrr á öldum höfuðborg Póllands og því höfðu konungar þar aðsetur sitt og ber borgin þess ennþá merki, enda ótrúlega margar minjar frá þeim tímuum. Hæst ber Wawel-hæð þar sem bæði er kastali og dómkirkja. Þangað liggur konungaleiðin svonefnda frá miðborginni sem státar af fögrum byggingum, merkum minjum og söfnum við hvert fótmál. Í Kraká var Jóhannes Páll páfi II við nám og störf áður en hann flutti til Vatíkansins. Þar er einn elsti háskóli Mið-Evrópu en einnig gamla gyðingahverfið Kazimierz við Víslufljót sem geymir dapurlega sögu frá síðari heimsstyrjöldinni.
Kraká er best varðveitta borg Póllands og er stór hluti hennar á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Kraká afar líflegur og skemmtilegur bær, þar sem blandast saman menning Austur- og Vestur-Evrópu. Fjöldi veitingahúsa, bara, skemmtistaða og verslana er í borginni, ekki síst í kringum stóra markaðstorgið, Rynek Glówny, sem er nafli Kraká. "
Heimild: http://heimsferdir.is/afangastadir/borgarferdir/kraka/
Hér er önnur heimasíða með spennandi efni um Kraká:
http://is.wikipedia.org/wiki/Kraká
Og ein á nokkrum tungumálum:
http://www.krakow.pl/en/miasto/
Og hér er ein um saltnámurnar sem eru sagðar mjög áhugaverðar:
http://www.kopalnia.pl/home.php?action=&id_language=2&
Góða skemmtun, kveðja Linda.
Tuesday, May 8, 2007
Wednesday, May 2, 2007
Kraká 25. - 28. okt. 2007
Ég sé fyrir mér húsmæður. Allar með slæður, svuntur og 10 börn á brjósti. Uppskerutími gengur í garð. Hvað gerist?
Jú þetta:

Við erum villtar, trylltar og kolruglaðar. Yndislegar, samstæðar og óviðjafnanlegar. Hafið það hugfast kæru kerlingar :)
Jú þetta:
Subscribe to:
Comments (Atom)






